Og þá kveðja jólin okkur og koma ekki aftur fyrr en í desember.
Mikið óskaplega er maður nú búinn að hafa það gott yfir hátíðarnar, en nú þarf maður að koma sér aftur í rútínuna og alls ekki verra að reyna að koma inn fleiri Zumba-tímum í hverri viku ;)
Ég hef tekið eftir því að fólk hefur hinar ýmsu skoðanir á nýju líkamsræktarstöðinni Reebok Fitness.
Mér hinsvegar finnst hún henta mér ágætlega. Reyndar er ég bara búin að vera að mæta í Zumba, en að labba þarna um finnst mér bara vera í fínasta lagi. Líður ekkert eins og ég sé stödd í miðri vöruskemmu og sé ekkert að því að allir séu á þessu stóra svæði að æfa (þeas þeir sem eru á hjólunum, hlaupabrettunum, lóðunum eða að teygja á,) enda er þetta svona á langflestum stöðvum held ég.
Hóptímarnir eru svo í sölum innaf stóra æfingasalnum, og það eru svona hurðar á þessum sölum sem hægt er að loka -algjör snilld! ;)
Finnst líka sniðugt að borga bara fyrir einn mánuð í einu, s.s. ekki þurfa að binda mig í 6 eða 12 mánuði eða eitthvað álíka. Þannig að ég er ekki að tapa pening ef allt dettur uppfyrir hjá mér og ég hætti að mæta í ræktina... ekki að það sé á planinu samt!
Einnig finnst mér svo sniðugt að það er ekkert svona innstimplunarkerfi hjá þeim, heldur er myndavélakerfi. Þegar ég skráði mig inn í kerfið í upphafi, var lítil myndavél á tölvunni hjá þeim sem tók myndir af mér á meðan ég var að stimpla inn kennitöluna mína... ég tók ekkert eftir því og var ekki alveg að skilja þetta fyrst þegar mér var tjáð að það væri búið að taka mynd af mér! Svaka lekkert með hárið allt uppí loftið eftir rokið úti ;)
En jæja... ætla að hætta þessum RF áróðri, fólk auðvitað æfir þar sem það vill æfa ;)
Until next time!
Ohh ég vildi að það væri svona almennilega stöð hérna yfir austan. hérna er bara einhver pínulítil kompa og það kostar handlegg og nýru að kaupa kort í hana. það eru nokkrir tímar á viku... þá aðalega spinning og bodypump sem ég hef engan áhuga á. Svo var auglýst zumba námskeið hérna og það kostar 10000kr fyrir 6 vikna námskeið!! :-O
ReplyDeletewow... það er soldið mikið fyrir einungis 6 vikur! Þau hjá RF ættu klárlega að íhuga að opna aðra stöð útá landi svo landsbyggðartútturnar fái svona góða þjónustu líka
Delete