Já, nú er "sumarið" að verða búið, skólarnir að hefjast og rútína að koma aftur á heimilið, ó þessi elskulega rútína...
Ég hef að sjálfsögðu staðið mína plikt í daðri við Ebay þó það hafi verið sumar... rigningin hjálpaði alveg til sko ;)
 |
| Þessar elskur fékk ég fyrir 0.55 dollara... alveg heilar 64 íslenskar krónur... |
 |
| Fyrir þessa borgaði ég morðfjár, alveg 2.04 dollara... 238 íslenskar krónur, þvílíka ránið... |
 |
| Fyrir þetta fallega hálsmen var ég rukkuð um 1.01 dollara eða semsagt 118 íslenskar krónur |
 |
| Okkur hjónaleysunum langaði til að gleðja einkadótturina og splæstum því í svona Frozen fígúrur, fyrir þær borguðum við 8 dollara sem gera 936 íslenskar krónur, en þetta stoppaði í tollinum sem tók sínar 1200 krónur fyrir herlegheitin |
 |
| Þessi sama einkadóttir er að dunda sér við að læra á klukku. Þegar því takmarki er náð (það nálgast reyndar óðfluga) mun hún fá þetta Frozen úr og veski að gjöf, en hún veit ekki af þessu ;) Þetta kostaði mig 5.01 dollara sem er þá samtals 586 íslenskar krónur ;) |
Ég tók kast í byrjun sumars þegar ég fékk æði fyrir perlum, og reyndar finn ég á mér að ég eigi eftir að fjárfesta í fleiri svona dásemdum ;)
 |
| 60 stk fyrir 1.04 dollara eða 121 íslenska krónu |
 |
| 25 stykki fyrir 0.99 dollara (115 íslenskar krónur) |
 |
| 50 stk fyrir 0.65 dollara (76 íslenskar krónur takk fyrir!) |
 |
| 50 stk fyrir 0.42 dollara (49 íslenskar krónur!) |
 |
| 100 stk fyrir 2.02 dollara eða heilar 236 krónur... pínu dýrar ha? |
 |
| 50 stk fyrir 1.01 dollara eða 118 íslenskar krónur |
 |
| 200 stykki fyrir 1.30 dollara... 152 íslenskar krónur... |
 |
| 200 stk fyrir 1.25 dollara eða s.s. 146 íslenskar krónur... |
 |
| 200 stykki fyrir 0.42 dollara! 49 íslenskar krónur!!! |
 |
| 50 stykki fyrir 0.64 dollara, 74 íslenskar krónur ;) |
 |
| 100 stykki fyrir 2.52 dollara (295 íslenskar krónur) |
 |
| Þessar eru mjög svipaðar öðrum hérna fyrir ofan, reyndar er eiginlega enginn munur á þeim! Þessar voru 50 stk og borgaði ég heila 0.56 dollara fyrir, sem er þá 65 íslenskar krónur ;) |
 |
| 100 stykki af þessum fyrir 1.02 dollara (119 krónur) |
 |
| 100 svona elskur fyrir 1.30 dollara... 152 íslenskar krónur... |
 |
| 100 stykki fyrir 1.50 dollara (175 íslenskar krónur) |
 |
| Þessar eru ekkert smá krúttlegar! 50 stykki fyrir 1.45 dollara eða 169 íslenskar krónur ;) |
 |
| 200 svona tréperlur fyrir 2.03 dollara... 237 íslenskar krónur!!! |
Allar þessar perlur komu beint í póstkassann og voru þær flestar í ca 2 vikur að berast hingað, voru s.s. komnar áður en komið var að áætluðum komudegi sem kom mér virkilega á óvart! Planið er að grípa í þær í föndri og dúlleríi með dótturinni þegar veðrið er leiðinlegt og ég hef tíma ;)
Í svolítinn tíma hefur mig langað til að splæsa í svokallað dotting tool (í augnablikinu man ég ekki hvað þetta heitir á íslensku), en þetta notar maður t.d. til að gera punkta þegar maður er að skreyta neglur. Á endanum ákvað ég að splæsa í eitt svona krúttlegt sett ;)
 |
| 5 "pennar" með kúlum á báðum endum, ekki í sömu stærð, fyrir heila 2.85 dollara (333 íslenskar krónur)... ég eiginlega veit ekki afhverju ég var eitthvað að hugsa um þetta allan þennan tíma, frestaði þessu nokkrum sinnum og ég veit ekki hvað og hvað... stundum getur maður verið svo bilaður! ;) |
Þetta voru semsagt Ebay kaup sumarsins, reyndar voru fleiri hlutir í viðbót en ég get ekki sýnt þá vegna þess að sumt af þeim eru jólagjafir (já, ég er byrjuð að versla þær!) og annað eru gjafir sem dóttirin mun gefa í afmælisgjafir þegar bekkjarafmælin verða ;)
Dóttirin á svo afmæli í október og að sjálfsögðu er ég byrjuð að skoða Ebay í sambandi við það, engar áhyggjur! ;)
Einnig hef ég stússast í eldhúsinu, hver veit nema það komi fljótlega annað blogg því tengdu? ;)
Heyrumst!
No comments:
Post a Comment