Mér sýnist þriðjudagar vera að festa sig í sessi hjá mér sem sparnaðardagar því hér er ég með örfáa punkta til viðbótar við færsluna í síðustu viku ;)
- Verslið einu sinni í viku fyrir heimilið, ekki á hverjum degi eða annan hvern dag heldur einu sinni í viku! Laugardagar eða sunnudagar eru tilvaldir því þá eru sjaldnast kynningar í gangi sem fá mann til að versla aukalega afþví eitthvað bragðaðist svo vel ;)
- Ferskvörur sem endast kannski ekki marga daga eru undanskildar þessari reglu, en þá skulu einungis téðar vörur vera verslaðar þegar farið er í búðina -sjá nánar næsta punkt ;)
- Gera innkaupalista og fara eftir honum! Ekki kaupa neitt sem er ekki á listanum, nema þú vitir með fullri vissu að hlutinn vanti og að þið hafið ekki áttað ykkur á því við gerð innkaupalistans.
- Ertu aðeins of gjarn/gjörn á að rétta bara fram kortið og versla eitthvað, alveg sama hvort þig vanti hlutinn eða ekki? Reyndu eins og hægt er að vera bara með pening, ekki kortið. Þegar maður er með peningaseðla er maður einhvernveginn meðvitaðri um peningaeyðsluna og nískupúkinn á þá til að koma upp í manni. Með því móti verslar maður einungis það sem mann vantar og sleppir hinu sem annars er freistandi að grípa með í leiðinni -að minnsta kosti á þetta ágætlega vel við mig ;)
- Tímasparnaður: Búðu til þrifplan fyrir heimilið sem gildir fyrir alla vikuna. Með því móti er alltaf eitthvað gert á hverjum degi án þess að farið er í stórhreingerningar þegar allt er orðið yfirfullt af skít (smekklega orðað, ég veit!) Litlu hlutirnir safnast saman og með þessu móti helst heimilið snyrtilegt og fínt og allir sáttir en ekki dauðþreyttir eftir að hafa púlað við þrif ;)
- Ég var einmitt að leggja lokahönd á nýja þrifplanið mitt í dag, ég hagaði því þannig að það er "frí" um helgar, s.s. engar skúringar eða afþurrkun eða slíkt því öllum verkunum er dreift niður á virku dagana. Að vísu eru nokkur verk sem þarf að hafa í huga á hverjum degi en þau eru ekki rosaleg -meira bara "kommon sens" ;)
- Ertu að spá í hvaða verk það eru? Á mínu heimili eru það ruslið, uppþvottavélin og kattarkassinn ;)
- Þarftu að skreppa út? Þarftu jafnvel að fara á fleiri staði? Geturðu sameinað allt skrepperíið í eina ferð? Með því móti spararðu bensínið á bílnum, að því gefnu að þú hafir farið á bílnum. Auðvitað er best að fara labbandi, sparar bæði bensínið og færð ókeypis hreyfingu í leiðinni! ;)
- Ef þú ert í skóla/háskóla skaltu muna að spyrja alltaf hvort það sé skólaafsláttur í gangi á staðnum, þeir virðast nefnilega leynast víða og afslættir koma sér alltaf vel ;)
Það er aldrei að vita nema ég lumi á fleiri ráðum, og aldrei að vita nema ég nái að festa í sessi að koma með einhverja punkta í þessum stíl á þriðjudögum... það heldur mér allavega við efnið! ;)
Þartil næst!
Hilda
No comments:
Post a Comment