Tuesday, May 26, 2015

Júróstatusarnir

Það fór væntanlega ekki framhjá mörgum að Eurovision var á laugardaginn var og voru forkeppnirnar tvær að sjálfsögðu í síðustu viku.Ég elska júró og hef komið mér í þann vana að skrifa ótæpilega marga statusa á Facebook á meðan hver keppni er í gangi, s.s. einn status fyrir hvert lag. Ég réttlæti þetta fyrir sjálfri mér á þann veg að þetta er bara einu sinni á ári, þeir sem taka að sér fótboltastatusana eru aaaaðeins oftar. Ef einhver hefur ekki áhuga á að lesa statusflóðið getur viðkomandi blockað mig á Facebook eða hreinlega bara sleppt því að lesa statusa sem hann/hún sér að eru frá mér, ég sendi líka út viðvörun í hvert skipti svo fólk fékk smástund til að undirbúa sig ;)Þó varð ein breyting á í ár, ég sleppti því að skrifa statusa yfir aðalkeppninni á laugardaginn var. Ástæðan var einföld, ég var uppgefin eftir vinnuna. Þetta var akkúrat vinnuhelgi hjá mér og fyrir manneskju sem hefur aldrei verið í vaktavinnu áður (og hvað þá vön því að vinna 12 tíma vaktir) þá er hægara sagt en gert að koma sér í slíka rútínu... ég gafst meira að segja upp þegar stigin voru lesin upp og fór í bælið, man lítillega eftir því að maðurinn minn hafi opnað hurðina og tjáð mér það sem ég hafði séð fyrir um, s.s. að Svíþjóð hefði unnið. Ég fékk það þó staðfest þegar ég skreið á fætur uppúr 3 um nóttina og kíkti á mbl.is (ég var að segjast vera komin í vaktavinnu, henni fylgir því að skríða á fætur á ókristilegum tíma!)Ég ákvað að taka saman þessa statusa hér fyrir þá sem hafa áhuga, hinir geta sleppt því að lesa áfram ;)

Ath.: allar myndirnar voru fundnar með aðstoð Google ;)

Fyrri undankeppnin

Moldóva: Ef ég gef þér ekki ást mína muntu þá handtaka mig? Annars botna ég ekki alveg í þér...

Armenía: Fjólublár Lord of the rings... hávaxnir hobbitar í fjólubláa skóginum sínum...

Belgía: Backstreet boys rokkuðu hvíta dressið á undan ykkur, step your game up...

Holland: Það teygðist aðeins á samfestingnum þínum, vildi bara láta þig vita. Ég fíla lagið þitt samt.

Finnland: Ég hef ekkert út á ykkur að setja, þið eruð flottir! ;)

Grikkland: Þinn síðasti andardráttur virðist ætla að koma frá vindvélinni...

Eistland: Bond og Bondstúlkan eru mætt!

Makedónía: Gaman að sjá þrjá lífverði taka lagið, þeir virðast samt vera reddí til að taka á einhverjum ef svo ber undir...

Serbía: Heillar mig úr skónum! Stílistinn hennar hefði átt að sjá um Heru hérna um árið!

Ungverjaland: Þú skilar svo Armeníu kjólnum eftir notkun, þau voru ekki búin í skógarferðinni...

Hvíta-Rússland: Gréta Salóme og Jónsi voru búin að testa þetta konsept!

Rússland: Nettur Euphoria fílingur í byrjun, annars virðist hún vera föst við klaka á sviðinu...

Danmörk: Sé fyrir mér sjampóauglýsingu... samt skemmtilegt lag sem ég myndi vilja sjá fara áfram... "It's the way you are... you have dandruff..."

Albanía: Mér fyndist ég líka vera lifandi ef ég stæði á þessu risastóra sviði með hálfgerða ofurhetjuskikkju... ready to fly... og berjast við að ná andanum í öllum þessum vindi!

Rúmenía: Dónött og bónaður skalli klikka ekki, svo virðist Herbert Guðmunds vera þarna fyrir aftan...

Georgía: "Nokkrir hrafnar meiddust við gerð þessa búnings"...


Seinni undankeppnin

Litháen: Beckham, hvað ertu að gera þarna?? Kela greinilega...

Írland: Ekkert í líkingu við tvíburana sem hafa verið tvisvar fyrir þeirra hönd... zzzzZzzzZzzz...

San Marino: Grease?!? Hvar er bíllinn???

Svartfjallaland: Sund í sólsetrinu? Nettur riverdance-fílingur í þokkabót...

Malta: Hún er töff og veit af því!

Noregur: Röddin í gæjanum minnir mig á Coldplay og rödd gellunnar minnir pínu á Adele... töff lag samt

Portúgal: Hjúkket! Hélt eitt augnablik að vindvélin fengi ekki að blása á hana!

Tékkland: Já, þið eruð alveg að selja mér þetta! Vil sjá ykkur áfram!

Ísrael: Á einmitt mjög erfitt með að trúa að hann sé 16! Skórnir eru já... áhugaverðir... fíletta samt!

Lettland: "Hvar fær maður svona kjól? Ég vil stela honum og eiga hann!" -dóttirin

Azerbaijan: Við kallinn skelltum okkur einmitt út að dansa svona þegar sólmyrkvinn var, þau hljóta að hafa séð til okkar...

Ísland: Verður tilkynnt síðast áfram as usual... (fannst hún virka ansi óstyrk samt...)

Svíþjóð: Fíla þetta í tætlur!

Sviss: Ég klæði mig líka alltaf svona þegar ég er í skógarferð, kann líka að spila á svona ísmola. Það er komið að mér að skína, erhaggi annars?

Kýpur: 1920 mætt aftur?

Slóvenía: Mér finnst eyrnalokkar alveg nóg... lagið er samt skemmtilegt...

Pólland: Hún minnir mig aðeins á Celine Dion... mjög flott!

Allir vita svo rest... Ísland komst ekki áfram og Svíþjóð vann með glæsibrag.

Annars er það snemma í háttinn í kvöld... þið vitið, vaktavinnan kallar...

Heyrumst síðar!
Hilda

No comments:

Post a Comment