Já, það er ekkert nýtt að ég versli á Ebay! Nýjustu kaupin sem komin eru á heimilið, vessgú!
Gamli vinkonuhópurinn minn tók sig til og gæsaði systur mína um daginn, og ég ákvað að splæsa í demantshring handa henni að því tilefni...
 |
| Ég keypti tvo svona fyrir 14.18 dollara (1.618 íslenskar kr), ég ákvað að taka tvo ef ég skyldi fá gallaðan eða þetta væri drasl eða eitthvað álíka... en ég endaði svo á að selja hinn því þetta er algjör snilld! Þetta stoppaði í tollinum en var komið til mín tímanlega fyrir gæsun ;) |
 |
| Þessa léttu og þunnu peysu á sjálfa mig fékk ég fyrir 6.20 dollara (707 íslenskar kr). Stroffið á ermunum er í þrengri kantinum en það böggar mig samt ekkert. Hún er alveg tilvalin til að grípa í þegar maður er að stökkva út í blíðunni... þeas þegar það er sól og blíða en ekki grenjandi rigning líkt og í dag... |
 |
| Ég er ssvvvoooo mikil gella að ég ákvað að splæsa í gerviaugnhár... og helling af þeim! Það eru 10 pör í hverjum pakka og hver pakki kostaði mig á bilinu 0.99-2.59 dollara (113-295 íslenskar krónur). Algjört gjafverð! Ég þarf svo bara að skunda útí búð og splæsa í augnháralím og byrja að æfa mig að setja þetta á, ég ætla sko að vera gella í brúðkaupi systur minnar í ágúst! ;) |
 |
| Þetta hárband fékk ég á 5.44 dollara (621 íslensk króna). Ég var með brúðkaupið í sumar í huga og það verður bara að koma í ljós hvort ég eða dóttir mín verði með það, áhuginn er jafn mikill hjá báðum ;) |
 |
| Hver man ekki eftir töfrateygjunni sem var seld í Sjónvarpsmarkaðnum? Splæsti í eina stóra og eina litla saman á 1 dollara (114 íslenskar kr). Æfingar eru hafnar í hárgreiðslu á okkur mæðgum, þetta hlýtur að hafast fyrir brúðkaupið! ;) |
 |
| Þessa dásamlegu eyrnalokka fékk ég fyrir 1.04 dollara (118 íslenskar kr), ég elska þá! |
Það er nokkuð augljóst að ég er búin að vera með brúðkaup systur minnar ofarlega í huga þegar hefur komið að Ebay undanfarið, enda er ég löööngu búin að sjá hvað ég spara mikið á því að kaupa hlutina að utan heldur en hér heima... því miður!
Einnig hef ég svo verið að daðra við Pinterest og fengið allskyns hugmyndir að DIY-verkefnum, en nánar um það síðar! ;)
-Hilda
No comments:
Post a Comment