Wednesday, June 11, 2014

Fljótlegur eftirréttur

Í gærkvöldi langaði mig í eitthvað rosalega djúsí og gott í eftirrétt, en það er ekki algengt á þessu heimili að hafa eftirrétt (eða "eftirmat" eins og sumir segja, en ég fæ grænar bólur af því orði!)
Svo mín fór á Pinterest og eftir örstutta stund hófst ég handa í eldhúsinu, you just gotta love Pinterest! ;)

Nesquick kaka í bolla
Hráefni (fyrir hvern bolla):

4 msk hveiti
4 msk Nesquick
1 msk sykur
1/8 tsk lyftiduft
1 msk olía
1 msk vatn

Ég byrja alltaf á að taka allt til sem ég þarf að nota, með því móti er ég líka viss um að eiga nóg áður en ég byrja ;)
Sömuleiðis geng ég frá hlutunum um leið og ég er búin að nota þá, þá er engin leiðinda tiltekt eftir þegar bakstri líkur ;)

Að þessu sinni ákvað ég að nota krúttaða bollatríóið, þessa fékk ég fyrir laaaanga löngu í Hagkaup ;)
Við byrjum á að setja öll þurrefnin í bollann (þið takið væntanlega eftir því að ég gerði þrefalt, enda erum við þrjú í heimili) ;)
Og hér er ég búin að blanda þurrefnunum saman ;)
Þá er komið að því að bæta olíunni og vatninu saman við
Búin að hræra í bollanum hægra megin en ekki í þeim vinstra megin ;)
Og þá fer að koma að þessu... 
við setjum bollann í örbylgjuofninn og hitum hann í 2 mínútur!

Þessi hægra megin er nýkominn úr örbylgjuofninum en þessi vinstra megin er á leið þangað, þeir vildu endilega fá að bera sig saman... svona svipað og þegar við berum saman tanið...
Að sjálfsögðu var rjómi hafður með unaðsheitunum... ís væri jafnvel enn betri!
Og þá er bara að hefjast handa!
Bon appetit!
Þetta verður svo sannarlega endurtekið, enda tekur þetta enga stund!

Þartil næst,
Hilda

1 comment: