Tuesday, July 15, 2014

Könnun!

Endilega kíkið á könnunina hérna hægra megin og takið þátt í henni, kommentið á þessa færslu ef þið hafið hugmyndir að einhverju sem þið viljið sjá sérstaklega... eða bara ef ykkur langar bara að segja hæ! ;)

Annars er ekki mikið bardúsað þessa dagana... við mæðgur stússumst saman þetta sumarið á meðan minn ástkæri sinnir vinnunum sínum af mikilli kostgæfni sem veldur því að hann rétt kemur heim yfir blánóttina... auðvitað gefur þetta mér fjöldamörg tækifæri til að prófa eitthvað nýtt og læra eitthvað annað og klára verkefnalistann sem ég hef meira bætt á heldur en strokað út af...

En þetta blessaða veðurfar er ekki að fara brjálæðislega vel í mann... en ég lagaði að vísu eldhúsvaskinn í gær, lögnin var búin að leka í næstum ár... Macintosh dollan sem sá um að grípa vatnsdropana var orðin brún og viðbjóðsleg... það dugði að festa rörið betur þar sem í ljós kom að það hafði bara losnað við að eitthvað hafi sennilega rekist í það...

já... það tók um það bil ár að festa betur eitt lítið rör...

ég vil samt meina að ég hafi sparað okkur himinháan píparareikning! Það tuðaði ég amk við sjálfa mig þegar dóttirin dró mig kófsveitta og ómálaða út á bílaplan að kaupa ís í ísbílnum og réttlætti þarmeð kaupin á fjölskyldupakkningunni sem kom með okkur heim aaaaaalveg óvart!

Já, ef ekki væri fyrir mig þá væri ísbíllinn farinn á hausinn... þá lá við það væri hámark sumarbústaðadvalarinnar í Ölfusborgum í fyrrasumar þegar þessi elskulegi bíll mætti á svæðið... ég var jú bara í sms-sambandi við þann sem er yfir bílstjórunum til að vera viss um að ég hefði ekki misst af bílnum... þessir helv.... ísbátar eru bara svo góóóóóðir! En það er önnur saga!

Endilega svarið könnuninni!

Hilda

1 comment:

  1. Ég merkti við allt í könnuninni, gat bara ekki valið BARA EITT!!!
    Finnt alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt. Þú ert svo hugmyndarík og sniðug :D

    ReplyDelete